Nýtt frá Aroni Can: "Chuggedda" (feat. Bergur Leó)—„Hlustið og chuggið“

Fréttir

Í gærkvöld (2. ágúst) gaf tónlistarmaðurinn Aron Can út lagið Chuggedda á Spotify (sjá hér að ofan). Lagið, sem Aron samdi í samstarfi við Berg Leó, pródúseraði Ásgeir Kristján Karlsson.

Í tilkynningu sem fylgdi útgáfu lagsins á Facebook í gær var Aron Can skorinorður:

„Ég og minn allra besti hentum í lag þegar það kom sól um daginn. Hlustið og chuggið.“

– Aron Can

Aron Can kemur fram á Innipúkanum í Reykjavík um helgina: „Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður hald­in í Reykja­vík og verður boðið upp á fjöl­breytta tón­list­ar­dag­skrá á stöðunum Húrra og Gaukn­um. Einnig verður boðið upp á götuhátíð meðan á hátíðinni stendur fyrir framan tónleikastaði. Aron Can, Mug­i­son, Svala og fleiri góðir munu troða upp. 

Nánar: https://www.mbl.is/frettir/inn...