Nýtt frá Christina Aguilera og GoldLink: "Like I Do"

Fréttir

Í gær (7. júní) gaf bandaríska söngkonan Christina Aguilera út lagið Like I Do í samstarfi við rapparann GoldLink. Lagið pródúseraði hinn fjölhæfi Anderson .Paak (sjá hér að ofan). 

Like I Do verður að finna á plötunni Liberation sem er væntanleg næstkomandi 15. júní. Er þetta fyrsta platan sem Aguilera gefur út í sex ár en síðast gaf hún út plötuna Lotus árið 2012. 

Christina Aguilera hefur þegar gefið út tvö lög sem verða að finna á fyrrnefndri plötu: Accelerate, sem skartar 2 Chainz og Ty Dolla $ign (Kanye West smíðaði takt lagsins), og Fall In Line sem söngkonan samdi í samstarfi við Demi Lovato (sjá hér að neðan). 

Christina Aguilera sló eftirminnilega í gegn árið 1999 með útgáfu lagsins Genie in a Bottle.