Nýtt frá Drake og DJ Khaled: "To the Max"

Erlent

Í gær (5. júní) leit nýtt lag frá DJ Khaled og Drake dagsins ljós (sjá hér fyrir ofan). Lagið ber titilinn To the Max og er tiltölulega frábrugðið þeim lögum sem Khaled hefur gefið út nýverið; blaðamaður Rolling Stone lýsti bíti lagsins með orðunum ,fjörmikið,' ,ofhlaðið' og 'bjagað.'

Nánar: http://www.rollingstone.com/mu...

Ásamt því að gefa út fyrrnefnt lag tilkynnti Khaled einnig að hljóðversplatan
Grateful yrði gefin út næstkomandi 23. júní með því að birta mynd af umslagi plötunnar á Instagram (sjá neðst). Plötuumslagið er í raun ljósmynd af syni Khaled, Asahd, í góðu yfirlæti í heitum potti. 

Í viðtali við Jimmy Kimmel í mars sagði DJ Khaled að þrátt fyrir ungan aldur þá spilar sonurinn stóra rullu í sköpunarferli föður síns:

„Hann hlustar á lögin með mér, ákveður hvort að raddirnar hljómi nægilega vel, hvort að bítið sé nægilega gott, hvort að orkan í kringum lagið sé í lagi.“

– DJ Khaled

Einnig bætti hann því við að Asahd væri skráður sem yfirframleiðandi á plötunni og að lögfræðingur hans væri með höfundarlaun og prósentur hans á hreinu. 

Þess má einnig geta að lögin Shining með Jay-Z og Beyoncé og I'm the One með Lil Wayne, Justin Bieber, Quavo (Migos) og Chance the Rapper, sem verða einnig að finna á plötunni Gratefeul, hafa þegar komið út (sjá hér fyrir neðan).