Nýtt frá Fever Dream: "Soy Howser" (prod. Krabbamane)

Íslenskt


Í gær (21. ágúst) gaf rapparinn Fever Dream út lagið Soy Howser á SoundCloud í samstarfi við taktsmiðinn Krabbamane. 

Í tilkynningu sem fylgdi útgáfu lagsins á Facebook sagði Fever Dream skorinort:

„Nýtt lag frá moi. Plata á leiðinni. Recognize.“

– Fever Dream

Síðast sendi Fever Dream frá sér myndband við lagið Reyndu bara á Youtube (sjá hér fyrir neðan) en lagið verður einnig að finna á væntanlegri EP plötu.