Nýtt frá Kef LAVÍK: Arabíska Vor

Íslenskt

Tvíeykið Kef LAVÍK frá Höfn gaf út myndband við lagið Arabíska Vor síðastliðinn 15. júní (sjá hér fyrir ofan). Fyrir þá sem ekki þekkja Kef LAVÍK þá samanstendur hljómsveitin af tveimur strákum á þrítugsaldrinum sem neita að gefa upp nöfn sín. Sveitin hélt sína fyrstu tónleika í Hörpunni síðastliðin jól.

Næstkomandi 28. júní gefur sveitin út plötuna Ágæt ein - lög um að ríða og/eða nota fíkniefni.

SKE mælir sérstaklega með viðtali RÚV við strákana:

http://www.ruv.is/frett/ast-ei...

Áhugasamir geta einnig fylgst með Kef LAVÍK á Soundcloud:

https://soundcloud.com/kef-lav...

Og á Facebook:

https://www.facebook.com/pg/ke...