Nýtt frá Króla og Wonayd: ("Tvö pör")—„Fór í Kronik freestyle og ég motherf$%king drap það.“

Fréttir

Í dag (30. ágúst) rataði nýtt lag með rapparanum Króla inn á Spotify (sjá hér að neðan). 

Lagið ber titilinn Tvö pör en um ræðir samstarf á milli Króla og taktsmiðsins Wonayd—sem iðulega smíðar takta fyrir rapparann Þorra og hefur getið sér gott orð í því samhengi. 

Í texta sínum rifjar Króli upp heimsókn tvíeykisins JóiPé x Króli í útvarpsþáttinn Kronik á X-inu 977:

Lífið er leikur 
Og ég kann bara ekki að tapa /
Fór í Kronik freestyle
Og ég motherfu$#ing drap það /

Verða þetta að teljast orð að sönnu en eins og sjá má hér fyrir neðan var Króli sérdeilis beittur á bak við hljóðnemann í hljóðveri Kronik.

Að lokum má þess geta að útvarpsþátturinn Kronik snýr aftur í september eftir drykklangt sumarfrí.