Nýtt frá Masta Ace og Marco Polo: "Breukelen (Brooklyn)"

Fréttir

Á plötunni Kamikaze má segja að beiskjan hafi verið í fyrirrúmi; höfundur plötunnar, bandaríski rapparinn Eminem, tjáði úlfúð sína í garð muldurrappara á plötunni um leið og hann harmaði brotthvarf heldri brautryðjanda. 

Í texta sínum við lagið Lucky segir hann, til dæmis:

Where the G Raps and the Kanes at /
We need 3 stacks ASAP and bring Masta Ace back /

Er því ekki ólíklegt að Eminem hafi fagnað útgáfu lagsins Breukelen (Brooklyn) í gær (2. október) en þar leiðir fyrrnefndur Masta Ace hest sinn saman við gæðing taktsmiðsins Marco Polo (sjá hér að ofan). 

Lagið verður að finna á plötunni A Breukelen Story sem er væntanleg í nóvember en samkvæmt vefsíðunni Hot New Hip Hop mun platan skarta góðum gestum á borð við Styles P, elZhi, Pharaohe Monch og Smif-N-Wessun. 

Nánar: https://www.hotnewhiphop.com/m...

Í viðtali við Complex lýsti Masta Ace laginu með eftirfarandi orðum:

„Lagið er óður til fæðingarstaðarins, Brooklyn, sem hét upprunalega Breukelen í höfuðið á borg í Hollandi. Myndbandið veitir innsýn í fegurð borgarinnar, sem leikstjóri myndbandsins Parris Steward fangar á fullkominn máta.“

– Masta Ace