Nýtt myndband frá Sturlu Atlas: "No Tomorrow"

Frettir

Í dag (11. maí) sendi hljómsveitin Sturla Atlas frá sér myndband við lagið No Tomorrow á Youtube (sjá hér að ofan). Lagið pródúseraði Young Nazareth í samstarfi við Loga Pedro.

Tæpir níu mánuður eru liðnir frá því að hljómsveitin gaf út myndband við lagið I Know og hafa ófáir aðdáendur sveitarinnar eflaust beðið í ofvæni eftir nýju efni (sveitin gaf einnig út plötuna 101 Nights í fyrra við fínar undirtektir).

Logi Pedro var dulrænn í svörum þegar SKE forvitnaðist um útgáfuna í morgun:

„Dánarfregnir og jarðarfarir eru the final wave.“

– Logi Pedro

No Tomorrow er einnig aðgengilegt á Spotify. 


Að lokum má þess geta að raddirnar sem hljóma í lok lagsins ("This was a highly requested song") eru raddir umsjónarmanna Youtube-rásarinnar Kuzo Reactions en þríeykið hefur reglulega rýnt í íslenska tónlist á síðu sinni—þar á meðal lagið Time eftir Sturlu Atlas.