Nýtt frá Valby bræðrum: "Svartur á leik"

Fréttir

Síðastliðinn 13. desember frumsýndi hafnfirska tvíeykið Valby Bræður nýtt myndband á skemmtistaðnum Húrra en í tilefni frumsýningarinnar stigu rappararnir Blaz Roca og Kilo einnig á svið.  

Degi seinna gáfu Valby Bræður út myndbandið á Youtube (sjá hér fyrir ofan). Lagið ber titilinn Svartur á leik og var það Ladybabuska sem sá um pródúseringu lagsins. Leikstjórn myndbandsins var í höndum Þorláks Bjarna og sáu Elvar Örn Egilsson og Dukagjin Idrizi um kvikmyndatöku.

Eins og nafnið gefur til kynna skipa tveir bræður sveitina, þeir Jakob Valby og Alexander Gabríel Hafþórsson; sammæðra hálfbræður sem ólust að hluta til upp í Danmörku. Bræðurnir byrjuðu að fikta við textagerð fyrir u.þ.b. sjö árum síðan og gáfu út sitt fyrsta lag árið 2013. 

(Hér fyrir neðan geta lesendur skoðað fleiri myndbönd eftir fyrrnefnda bræður.)