Young Karin og Logi Pedro saman í nýju myndbandi: "Peakin'"

Íslenskt

Næstkomandi 2. nóvember stígur söngkonan Young Karin á svið í Listasafni Reykjavíkur á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves en í dag (25. október) sendi söngkonan frá sér myndband við lagið Peakin' í samstarfi við pródúsentinn Loga Pedro (sjá hér fyrir ofan). 

Myndbandinu leikstýrði ljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson og er hér um að ræða frumraun Þórsteins. Bobby Breiðholt sá um grafíkina. 

Þess má geta að Young Karin stígur á svið á opnunarhátið Iceland Airwaves í Glerskálanum, Höfðatorgi, næsta föstudag ásamt Emmsjé Gauta, Valdimar, Úlfi Úlfi og DJ Suru.

Nánar: https://www.facebook.com/event...

Hér er svo lagið Peakin' á Spotify ásamt myndbandi við lagið Bones sem Young Karin gaf út fyrir tveimur árum síðan.