Nýtt lag frá Frank Ocean: Biking, ásamt Jay-Z og Tyler, the Creator

Tónlist

Síðastliðinn föstudag (7. apríl) frumflutti söngvarinn Frank Ocean lagið Biking í útvarpsþætti sínum Blonded sem hóf göngu sína fyrir stuttu á útvarpsstöð Apple, Beats 1. Lagið skartar þeim Jay-Z og Tyler, the Creator. 

Í grein á vefsíðu Esquire segir blaðamaðurinn Matt Miller að ekki liggi fyrir hvað Frank Ocean geri næst; ekki er langt síðan að hann frumflutti lagið Chanel í Blonded. Miller segir að „Ef einhver annar listamaður hefði gefið út tvö ný lög með skömmu millibili væri það líklegt að hinn sami gæfi út nýja plötu í náinni framtíð. En þegar Ocean er annars vegar, er ekkert öruggt.“

Nánar: http://www.esquire.com/enterta...

Síðast gaf Frank Ocean út hljóðversplötuna Blond þann 20. ágúst 2016.