Nýtt lag frá Nas og DJ Shadow

Tónlist

DJ Shadow kom hlustendum útvarpsþáttarins Beats 1 á BBC á óvart í gær með nýju lagi sem skartar rapparanum Nas. Lagið ber titilinn Systematic og samkvæmt vefsíðunni Pitchfork mun það hljóma í sjónvarpsseríunni Silicon Valley á HBO. 

Búist er við því að Nas sendi frá sér sína elleftu hljóðversplötu í ár; síðast gaf hann út plötuna Life is Good árið 2011. DJ Shadow gaf út fimmtu hljóðversplötuna sína í fyrra (The Mountain Will Fall). Lagið skartaði meðal annars laginu Nobody Speak ásamt tvíeykinu Run the Jewels en myndband við lagið var eitt af eftirminnilegustu myndböndum ársins 2016: