Nýtt lag frá Two Toucans: "Right Thing" feat. Cell7

Fréttir

Íslenska tvíeykið Two Toucans samanstendur af systkinunum Helga Pétri og Kristrúnu Lárusbörnum.

Two Toucans gaf út EP plötuna Shame árið 2015 en lítið hefur heyrst frá sveitinni síðan þá. Aðdáendur sveitarinnar geta hins vegar tekið gleði sína á ný en í dag (11. október) gaf sveitin út lagið Right Thing (sjá hér að neðan). Rapparinn Cell7 kemur einnig við sögu í laginu. 

Myndskreyting var í höndum Eysteins Þórðarssonar.

Líkt og fram kemur í tilkynningu frá Cell7 á Facebook í dag verður lagið Right Thing flutt á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í byrjun nóvember:

„Helgi (Fonetik Simbol) semur obbann af tónlistinni sem verður að finna á væntanlegri plötu minni en hér sýnir hann sínar bestu hliðar ásamt systur sinni, Kristrúnu. Þetta eru góðir tónar. Ég tek lagið með þeim á Airwaves fyrir þá sem ætla.“

– Ragna Kjartansdóttir (Cell7)

Hvetjum við lesendur til þess að láta sjá sig á Airwaves og mælum við heils hugar með stuttskífunni Shame á Spotify.