„Nýtt mixteip í maí.“—Yung Nigo er viðmælandi SKE Blek (myndband)

SKE Blek

Í lok apríl leit rapparinn Yung Nigo Drippin—sem heitir réttu nafni Brynjar Logi—við á húðflúrstofuna Memoria Collective á Klapparstígnum með það fyrir stafni að fá sér nýtt húðflúr. SKE slóst að sjálfsögðu í för og spurði Nigo spjörunum úr á meðan á heimsókninni stóð (sjá hér að ofan).

Líkt og fram kemur í viðtalinu vinnur Nigo nú í nýju mixteipi sem ber titilinn Yfirvinna og er væntanlegt í maí:

„Þetta verða 12 eða 13 lög. Ízleifur og Hlandri, úr hljómsveitinni Rari Boys, smíða taktana á plötunni. Það er heiður að vinna með þeim ... svo verða einnig slatti af gestum á plötunni: Gvdjon, 24/7 og Alvia. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út. “

– Yung Nigo Drippin

Hér fyrir neðan eru svo myndböndin við lögin Pluggið hringir og Tvöfalt glas.