Nýtt myndband frá Alexander Jarl: púla púla

Tónlist

Rapparinn Alexander Jarl sendi frá sér myndband við lagið púla púla í dag (3. apríl 2017). Lagið pródúseraði Helgi Ársæll og sá Hlynur Hólm um leikstjórn  myndbandsins.

Þess má geta að Alexander Jarl var gestur útvarpsþáttarins Kronik síðastliðið laugardagskvöld þar sem hann flutti lagið í beinni. Myndband af flutningi Jarlsins mun rata á Ske.is á allra næstu dögum. 

Árið 2017 hefur farið af stað með krafti hvað íslenskt Hip-Hop varðar, en alls hafa yfir 23 myndbönd verið gefin út á árinu.

Nánar: http://ske.is/grein/arid-2017-...