Nýtt myndband frá Axel Flóvent: "Close To You"—umfjöllun í Clash

Fréttir

Í dag (20. júlí) gaf íslenski tónlistarmaðurinn Axel Flóvent út myndband við lagið Close To You (sjá hér að ofan). Myndbandinu leikstýrði Safi Graauw og fer fyrirsætan Liselore Cariot með aðalhlutverkið, ásamt Axeli sjálfum. 

Instagram-síða Liselore Cariot: https://www.instagram.com/lise...

Athygli vekur að tónlistar- og tískutímaritið Clash fjallar um lagið á heimasíðu sinni í dag en þar lýsir blaðamaðurinn Robin Murray aðdáun sinni á laginu: „Close To You er sönn perla: frábær endurkoma tónlistarmannsins sem hefur sterka tengingu við Ísland.“

Nánar: https://www.clashmusic.com/vid...

Að lokum má þess geta að Axel Flóvent leggur í heljarinnar túr um Evrópu í vetur.