Nýtt myndband frá Birni: Ekki Switcha

Tónlist

Í dag sendi rapparinn Birnir frá sér nýtt myndband við lagið Ekki switcha. Lagið pródúseraði WHYRUN og var það Hlynur Snær Andrason sem leikstýrði. Framleiðsla myndbandsins var í höndum Sticky Plötuútgáfunnar.

Birnir hefur svo sannarlega stimplað sig inn í íslensku rappsenuna á árinu; hann gaf út myndband við lagið Sama tíma síðastliðinn 3. mars. Einnig var hann gestur útvarpsþáttarins Kronik síðastliðið laugardagskvöld þar sem hann „freestyle-aði“ í beinni ásamt Herra Hnetusmjör en myndband af frammistöðu þeirra hefur vakið mikla athygli.