Nýtt myndband frá Black Pox: "Mood Swing"

Fréttir

Rúmir átta mánuðir eru liðnir frá því að íslenski rapparinn Black Pox gaf út nýtt efni. Síðasta lagið sem rapparinn gaf út—ef heimildir reynast áreiðanlegar—var lagið Switched Up (Roll In Peace) sem Pox gaf út í október á síðasta ári. 

Nú geta aðdáendur rapparans hins vegar tekið gleði sína á ný en í dag (12. júlí) gaf rapparinn út myndband við lagið Mood Swing (sjá hér að ofan). Taktinn smíðaði TKAY og var leikstjórn myndbandsins í höndum Stellu Bjartar Gunnarsdóttur. 

Í tilkynningu sem fylgdi útgáfu myndbandsins var rapparinn skorinorður að vanda: „Mikið af nýju efni á leiðinni.“

Hér fyrir neðan er svo meira efni frá Black Pox ásamt viðtali SKE við rapparann frá því í byrjun árs.