Nýtt myndband frá Cardi B: "Be Careful"

Fréttir

Í gær (21. maí) gaf rapparinn Cardi B út myndband við lagið Be Careful á Youtube (sjá hér að ofan) en lagið er að finna á fyrstu hljóðversplötu rapparans, Invasion of Privacy, sem kom út í byrjun apríl. 

Be Careful er þriðja myndbandið sem Cardi B gefur út við lag sem er að finna á fyrrnefndri plötu en hún hefur áður gefið út myndbönd við lögin Bodak Yellow og Bartier Cardi. 

Á Instagram-síðu sinni greindi Cardi B frá því að tökur myndbandsins Be Careful voru ansi strembnar:

„Ég vona að ykkur líki vel við myndbandið. Sjaldan hef ég upplifað jafn erfiðar tökur; myndbandið var tekið upp í eyðimörkinni—og það var rosalega heitt. Ég svitnaði og svitnaði allan daginn—og ég svitna aldrei.“

– Cardi B


Cardi B hefur verið iðinn við kolann undanfarið en ásamt því að hafa setið fyrir spurningum Nardwuar fyrr í mánuðum gaf hún einnig út lagið Dinero í samstarfi við Jennifer Lopez og DJ Khaled. Þá gaf hún einnig út lagið Girls í samstarfi við Charlie XCX og Rita Ora.