Nýtt myndband frá Helga B, Helga Trap og Króla: Á réttum stað

Íslenskt

Í gær (29. júní) gaf Helgi B úr Landaboi$ út myndband við lagið Á réttum stað ásamt hljómsveitarbróður sínum Helga Trap og rapparanum Króla (hinn helmingur tvíeykisins Jói Pje og Króli). 

Lagið pródúseraði $tarri og var það Hlynur Hólm sem leikstýrði. 

Á réttum stað mun rata inn á streymisveituna Spotify von bráðar. 

Hér fyrir neðan má svo sjá nokkrar klippur frá síðustu heimsókn Landaboi$ í útvarpsþáttinn Kronik.