Nýtt myndband frá Jamila Woods og Chance the Rapper: LSD

Erlent

Í gær (15. ágúst) leit myndband við lagið LSD eftir söngkonuna Jamila Woods og rapparann Chance the Rapper dagsins ljós en lagið er að finna á plötunni HEAVN sem Jamila Woods gaf út í gær á Spotify og Apple Music (platan kemur út í efnislegu formi næstkomandi 6. október).

Handrit myndbandsins skrifaði Ashley Huicochea eftir að hafa sigrað samkeppni á vegum Chance the Rapper og Jamila Woods þar sem nemendur frá almenningsskólum í Chicago sendu inn hugmyndir að handriti myndbandsins. Myndbandið leikstýrðu Sam Bailey og Vincent Martell.

Hér fyrir neðan geta áhugasamir horft á stutta heimildarmynd um gerð myndbandsins.

Platan HEAVN í heild sinni á Spotify. SKE mælir sérstaklega með lögunum Stellar og Holy.