SKE frumsýnir nýtt myndband með KÁ/AKÁ og Bent: YURI

Tónlist

Í dag (29. mars 2017) gaf rapparinn KÁ/AKÁ út myndband við lagið Yuri en KÁ/AKÁ hefur stundum verið nefndur „bjartasta von norðlenska rappsins.“ Rapparinn er frá Akureyri.

Lagið skartar rapparanum Bent sem leikstýrði einnig myndbandinu ásamt Haraldi Thorlacius. Einar Eyland sá um myndatökuna.

Í viðtali við SKE í morgun hafði KÁ/AKÁ þetta að segja um tildrög myndbandsins:

„Þetta byrjaði allt saman þegar ég, Aron Can og Bent vorum að spila á Egilsstöðum og Bjössi sendi mér þetta bít. Síðan kom Bent inn í þetta og þetta var útkoman. Lagið fjallar í raun bara um það hvað við erum nettir og geðveikir inn á milli; hvað ,crew-ið' mitt er stórt og hversu erfitt það sé að stoppa þegar við tökum af stað. Þetta er bara ,business'. Í rauninni er þetta einnig um það hversu geðveik við öll erum: Það þurfa allir fkn sálfræðing, maður ... myndbandið var skotið víða um Akureyri og við fórum meðal annars í vélsleðaferð upp á Kaldbak. Team23 fær feitt shoutout fyrir það!“

– KÁ/AKÁ

SKE mælir einnig með laginu Draugar sem KÁ/AKÁ gaf út í fyrra (sjá hér fyrir neðan):