Nýtt myndband frá Kanye West og Lil Pump: "I Love It"

Fréttir

Í gærkvöld (6. september) gegndi Kanye West starfi sínu sem listrænn stjórnandi fyrstu Pornhub-verðlaunahátíðarinnar.

Verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles og sá West um að stílisera kynna hátíðarinnar ásamt því að hanna verðlaunagripinn sjálfan—en um ræðir smálíkneski í reðurformi sem sigurvegarar fengu úthlutað. 

Þá kom Kanye West einnig fram á hátíðinni og nýtti hann tækifærið til þess að frumsýna myndband við lagið I Love It sem hann samdi í samstarfi við rapparann Lil Pump (sjá hér að ofan). Spike Jonze leikstýrði myndbandinu. 

Nánar: https://www.nme.com/news/music...