Reggí á Bar Ananas: Nýtt myndband frá Lefty Hooks & The Right Tingz

Tónlist

Eflaust þekkja flestir Lefty Hooks betur sem Ant Lew úr tvíeykinu Antlew & Maximum sem gerði það gott í lok tíunda áratugsins og þar fram eftir götunum; að sama skapi þekkja flestir Maximum betur sem Gnúsa Yones úr hljómsveitinni Amaba Dama, en Antlex & Maximum er eflaust ein goðsagnakenndasta „old-school“ Hip-Hop sveit landsins.

Nýverið tóku þeir félagar upp þráðinn aftur undir nafninu Lefty Hooks & The Right Tingz en um ræðir reggí hljómsveit sem spilaði meðal annars á Secret Solstice hátíðinni í fyrra.

Í dag, 31. mars, sendi hljómsveitin frá sér myndband við lagið Happiness (sjá hér fyrir ofan). Myndbandið var skotið á Bar Ananas og er það Steinunn Jónsdóttir sem sá um framleiðslu myndbandsins. 

Hér fyrir neðan er svo eitt sígilt lag frá Antlew & Maximum: Time, Money and Patience.