Nýtt myndband frá Lykke Li: "Utopia"—plata væntanleg í júní

Fréttir

Síðastliðinn 12. maí gaf sænska söngkonan Lykke Li út myndband við lagið Utopia á Youtube (sjá hér að ofan). Lagið verður að finna á plötunni So Sad So Sexy sem er væntanleg í júní.

Utopia er tileinkað móður Li, Kärsti Stiege, sem dó árið 2017—ári eftir að sonur Li fæddist. Lykke Li lýsti laginu á eftirfarandi hátt á Twitter:

„Frá einni móður til annarrar, þá er útópía það eina sem móðir mín vildi fyrir mig og útópía er það eins sem ég vil fyrir son minn.“

– Lykke Li

Þegar hefur Li gefið út lögin Deep End og Hard Rain sem verða einnig að finna á plötunni So Sad So Sexy sem kemur út næstkomandi 8. júní. Er þetta fyrsta platan sem söngkonan gefur út frá því að platan I Never Learn leit dagsins ljós árið 2014.