Nýtt myndband frá rapparanum Stefáni Elí: "Switching Gears"

Fréttir

Síðastliðinn laugardag (3. mars) gaf akureyrski tónlistarmaðurinn Stefán Elí út myndband við lagið Switching Gears (sjá hér að ofan) á YoutubeFramleiðsla myndbandsins var í höndum Bernódusar Óla og Sölva Karlssonar en aðspurður út í lagið segir Stefán að það minni kannski, að einhverju leyti, á tölvuleikjatónlist:

„Þegar ég var að byrja að fikta við taktinn þá lék ég mér að ýmsum hljóðfærum og bjó til nokkur hljóð sem öll minntu mig á þetta sígilda 'Nintendo sound.' Út frá því komu hljómar og lagínur og þá var ég ekki lengi að klára lagið.“

– Stefán Elí

Stefán Elí hefur verið iðinn við kolann undanfarin misseri en hann gaf út lagið Lost Myself í byrjun febrúar. Tveimur vikum síðar gaf hann út lagið Say You Love Me Now í samstarfi við Ivan Mendez.

Þess má einnig geta að Stefán Elí vinnur nú að plötu sem er væntanleg í byrjun apríl. Hefur hann sett af stað söfnun á vefsíðunni Karolina Fund þar sem áhugasamir geta keypt plötuna í geisladiskaformi og á vínyl. Einnig er hægt að kaupa miða á útgáfutónleika Stefáns sem fara fram næstkomandi 7. apríl á Akureyri 7. apríl.

Lesendur geta kynnt sér verkefnið nánar með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan:

Nánar: https://www.karolinafund.com/p...