Nýtt myndband Reykjavíkurdætra byggt á SKAM

Tónlist

Reykjavíkurdætur sendu frá sér myndband við lagið Kalla mig hvað? í dag. Leikstjórar myndbandsins eru þær Antonía Lárusdóttir og Alda Karen Hjaltalín. Lagið er pródúserað af Marteini (BNGR BOY).

Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurdætrum byggist myndbandið á norsku sjónvarpsseríunni SKAM. 

SKE spjallaði við Steinunni Jónsdóttur fyrr í mánuðinum og spurði nánar út í lagið: 

„Við frumfluttum lagið í beinni hjá hollenska ríkissjónvarpinu þegar við spiluðum á Eurosonic tónlistarhátíðinni ... Kylfan með frábært ,comeback' í laginu – nýskriðin úr fæðingarorlofi.“

– Steinunn Jónsdóttir