Nýtt myndband frá Reykjavíkurdætrum: Láttu Líkamann Leiða

Tónlist

Síðastliðinn 16. mars frumsýndu Reykjavíkurdætur myndband við lagið Láttu Líkamann Leiða á Bar Ananas. Í gær, 17. mars, rataði svo myndbandið á Youtube (sjá hér fyrir ofan). Lagið skartar Steinunni Jónsdóttur og Vigdísi Ósk Howser Harðardóttur og er að finna á plötunni RVKDTR. 

Leikstjóri myndbandsins er Kristjana Margrét Guðmundsdóttir. Lagið pródúseraði Gnúsi Yones (Amaba Dama).