Nýtt úr íslenska „underground-inu“

Íslenskt

Einhvern tímann eru allir snillingar óþekktir; 10 árum áður en rithöfundurinn Mark Twain ritaði Söguna af Tuma Litla árið 1876 (og varð þar með þekktur sem ein fyrsta stórstjarna Bandaríkjanna) starfaði hann sem blaðamaður hjá Territorial Enterprise í Nevada, þá 29 ára gamall. Á hverjum degi var hann skyldugur til þess að rita langar greinar (2.000 orð) fyrir lítinn pening. Í bréfi til bróður síns frá árinu 1865 skrifar hann eftirfarandi orð:  

 “If I do not get out of debt in three months – pistols or poison for one – exit me.”


(„Ef mér tekst ekki að gera upp skuldir mínar á næstu þremur mánuðum – hvort sem með skammbyssum eða eitri – þá kveð ég.“)

– Mark Twain

Nánar: http://people.com/celebrity/ma...

Hér fyrir neðan má finna sjö nýleg lög frá minna þekktum íslenskum spámönnum sem þykja líklegir til afreka í framtíðinni (og hafa jafnframt nú þegar byrjað að stimpla sig inn). 

1. HRNNR - Stamps 

HRNNR er þekktur sem hinn helmingur tvíeykisins HRNNR & Smjörvi en félagarnir hafa gert það gott undanfarin misseri með lögum á borð við Engar myndir, Rúllum á bílum og Mexicano. Ásamt því að hita upp fyrir GKR á útgáfutónleikum í Gamla Bíó komu þeir einnig fram á Sónar í Hörpunni. HRNNR sendi frá sér lagið Stamps í gær (1. maí) við góðar undirtektir. 

2. JóiPé - Draumsýn

JóiPé er betur þekktur sem hinn helmingur tvíeykisins JóiPé og Króli en félagarnir sendu frá sér plötuna Ananas í febrúar. Í lok apríl gaf JóiPé út myndband við lagið Draumsýn. Lagið pródúseraði JóiPé sjálfur og var leikstjórn myndbandsins í höndum Mikaels Arons Ríkharðssonar (yfir 2.000 „views“ á örfáum dögum).

3. $LEAZY & ICY G - Rari Boi 

Í byrjun apríl sendu þeir $leazy og Icy G frá sér lagið Rari Boi ásamt viðeigandi myndbandi. Í raun eru Rari Bois samvinnuhópur ("collective") sem samanstendur af fimm strákum. Í samtali við SKE frá því í apríl sögðust Rari Bois stefna að því að gefa út fleiri lög og myndbönd á næstu vikum en hópurinn á, að eigin sögn, nóg af lögum. Lagið Rari Boi pródúseraði Icy G og Hlandri. Myndbandið leikstýrðu Mímir Bodinaud og Úlfur Ingólfsson.

4. Countess Malaise - Snooze

Countess Malaise (Dýrfinna Benita) sendi frá sér lagið Snooze fyrir stuttu. Lagið er að einhverju leyti ádeila á deitmenningu nútímans: „Ég er þreytt á því að deita: finnst það vera tímaeyðsla sérstaklega hvað varðar öll þessi öpp,“ sagði Countess Malaise í viðtali við SKE við útgáfu lagsins. Einnig styttist óðum í að Malaise gefi út myndband við lagið Skip a Case sem fjallar um nauðgunarmenningu og ofbeldi. 

5. Gabe-Real - Uncommon Terms 

Gabe-Real var gestur útvarpsþáttarins Kronik í apríl og flutti hann lagið The Return við góðar undirtektir. Fyrir stuttu sendi hann frá sér lagið Uncommon Terms sem Young Taylor pródúseraði. Lagið einkennist af „rólegu vibe-i“ og hyldjúpum hugleiðingum. 


6. Igna - Athena

Igna heitir réttu nafni Ignatius Valdimar Sigurðsson. Fyrir viku síðan gaf hann út myndband við lagið Athena. Lagið pródúseraði Pixxa. 

7. Mystic Blue - Blue Sky

Mystic Blue er íslenskt rapptríó sem samanstendur af Kutumi'ra, KSK (plasticboy úr Geisha Cartel) og Flame. Mystic Blue gáfu út myndband við lagið Blue Sky í byrjun mars og samkvæmt tilkynningu frá sveitinni stuttu eftir útgáfu er fleira efni væntanlegt. 

Orð: RTH