Class B og Byrkir B (FL) með fyrsta flokks rapp í Kronik

Íslenskt

Síðastliðinn 20. maí fór 24. þáttur útvarpsþáttarins Kronik í loftið. Gestir þáttarins voru rappararnir Class B og Byrkir B úr hljómsveitinni Forgotten Lores en tilefni heimsóknarinnar voru tónleikar Forgotten Lores á Kex undir yfirskriftinni Rappport. 

Ásamt því að spjalla stuttlega við umsjónarmenn þáttarins gáfu rappararnir sér einnig góðan tíma í að flytja nokkrar vel valdar rímur yfir bít sem DJ B-Ruff setti á fóninn en hér fyrir neðan má sjá öll fjögur „freestyle-in“ frá þessum hæfileikaríku röppurum.

1. Byrkir B rappar yfir bítið "Overnight Celebrity" með Twista og Kanye

Class B rappar yfir "Jesus Walks" með Kanye West

Byrkir B rappar yfir "Elevators" með Outkast

Class B rappar yfir "Look At Me Now" eftir Chris Brown