Peter Schmeichel og fleiri óska Íslendingum til hamingju með sigurinn

Fréttir

Í gær tryggði Ísland sér sæti í lokakeppni HM 2018 í Rússlandi og varð þar með fámennasta þjóð heims í sögu keppninnar til að ná slíkum árangri.

Í kjölfarið fjölluðu helstu fjölmiðlar heims um afrekið og þar á meðal íþróttarásin ESPN í Bandaríkjunum (sjá hér fyrir ofan).

Einnig tóku margir fótboltaunnendur til máls á Twitter og óskuðu Íslendingum til hamingju. Má þar helst nefna sparkspekinginn Gary Lineker og fyrrum markmann Manchester United, Peter Schmeichel (sjá hér fyrir neðan).