Pitchfork hælir nýjustu plötu Bjarka: „Oli Gumm er æsispennandi frá byrjun til enda.“

Fréttir

Síðastliðinn 27. júlí gaf íslenski raftónlistarmaðurinn Bjarki út fimm-laga stuttskífu að nafni Oli Gumm (sjá hér að ofan). 

Í grein sem birtist á Pitchfork í dag (2. ágúst) hælir blaðamaðurinn Philip Sherburne skífunni en Oli Gumm fær 7.8 stig af 10 mögulegum: 

„Þessi fimm lög sem eru að finna á plötunni Oli Gumm eru meðal mest fullnægjandi laga sem Bjarki hefur gefið út. Platan er innblásin af fallhamarskenndu harðkjarna tekknói tíunda áratugsins, eins og the Mover, sem og bjagaða hljóðheimi plötunnar Ventolin eftir Aphex Twin. Oli Gumm er æsispennandi frá byrjun til enda; stanslaus skrúðfylking stáltáaðra bassatromma ...“

– Philip Sherburne

Í greininni hleypur pistlahöfundur yfir feril Bjarka í stuttu máli og vill Sherburne meina að afköst íslenska raftónlistarmannsins hafi minnkað með árunum en að einbeitingin hafi orðið enn meiri fyrir vikið, sumsé að áherslan sé nú lögð á gæði framyfir magn. 

Áhugasamir geta lesið greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Nánar: https://pitchfork.com/reviews/..

Hér fyrir neðan er svo lagið I Wanna Go Bang sem kom út árið 2015.