"Litlir svartir strákar" komin á Spotify

Fréttir

Í morgun (18. maí) gaf tónlistarmaðurinn Logi Pedro út plötuna Litlir Svartir Strákar á Spotify (sjá hér að neðan). 

Platan inniheldur 10 lög og skartar góðum gestum; Króli, Birnir, Floni, GDRN og Arnar Ingi lögðu öll hönd á plóg við gerð plötunnar. Ljósmyndin á plötuumslaginu er eftir Söru Björk Þorsteinsdóttur og var listræn stjórnun í höndum Sigurðar Oddssonar.

Við fyrstu hlustun standa lögin Nóttin og Tíma upp úr.

Er þetta fyrsta sóló-platan sem Logi gefur út en hann hefur komið víða við með Retro Stefson, Sturla Atlas og Young Karin meðal annars. Í samtali við Vísi í gær sagði Logi að platan fjallaði um litla svarta stráka—líkt og titillinn gefur til kynna:

„Litlir svartir strákar er um litla svarta stráka. Bjart, mig og alla hina.” (Bjartur Esteban Pedro er sonur Loga, sjö mánaða gamall.)

– Logi Pedro

Nánar: http://www.visir.is/g/20181805...

Hér fyrir neðan er svo lagalisti plötunnar ásamt ábreiða GDRN á laginu Dúfan mín sem söngkonan flutti í hljóðveri SKE fyrr á árinu.