Platan "Trúpíter" eftir Aron Can komin á Spotify

Fréttir

Á miðnætti í dag (25. maí) rataði platan Trúpíter eftir Aron Can á Spotify (sjá hér að ofan). Platan inniheldur 15 lög og að vanda voru það Jón Bjarni Þórðarson og Aron Rafn Gissurarson sem smíðuðu takta plötunnar. Trúpíter er þriðja hljóðversplata Arons Can, þ.e.a.s. ef mixteipið Þekkir stráginn er talið með. 

Plötuumslagið hannaði listakonan Arna Beth en myndum af umslaginu var meðal annars  komið fyrir á risaskilti fyrirtækisins Billboard á minnsta kosti tveimur stöðum í Reykjavík. 

Í samtali við Stefán Þór Hjartarson hjá Fréttablaðinu í gær sagði Aron að Trúpíter væri mun léttari plata en Ínótt—sem kom út í fyrra:

„'Ínótt' var kannski svolítið þung plata, munurinn er alveg gríðarlegur. Þessi plata er bara við í stúdíóinu að ,fokkast' í heilt ár, þetta er ekki jafn mikið svona verkefni og hin, 'Ínótt' var rosalega mikil plata. Það er geðveikt gaman að prófa bæði. 'Þekkir stráginn' er kannski millivegurinn. En þessi er svona „fokk“ – það kemur oft besta útkoman úr því, að vera á flippinu.“

– Aron Can

Aron Can verður á ferð og flugi í sumar en „allsherjar spilamennska“ er fram undan samkvæmt rapparanum. 

Nánar: https://www.frettabladid.is/li...