Psychoplasmics gefa út myndband við lagið "107 RVK"

Fréttir

Íslenska tvíeykið Psychoplasmics gaf nýverið út samnefnda plötu. Eins og fram kom í viðtali SKE við tvíeykið um daginn er lagið 107 RVK í ákveðnu uppáhaldi hjá Lord Pusswhip (hinn helmingur Psychoplasmics) af þeim lögum sem eru að finna á plötunni:

„Ég myndi segja 107 RVK (sé í uppáhaldi). Vegna þess að við sáum lagið fyrir okkur í stúdíóinu og gerðum það síðan. Útkoman var alveg eins og ég ímyndaði mér það.“

– Lord Pusswhip

Nánar: http://ske.is/grein/ad-semja-t...

Það kemur því kannski ekki á óvart að Psychoplasmics hafi ákveðið að gefa út tónlistarmyndband við lagið (sjá efst). Myndræmunni leikstýrði Bryngeir Vattnes og var listræn stjórnun í höndum Dýrfinnu Benitu. Í myndbandinu rís aldurhniginn Alfred Drexler upp frá dauðum og þá til þess að stíga líflegan dans við hljómsveitabróður sinn, Lord Pusswhip. Útkoman er í senn kómísk og viðeigandi. Hugsanlega eru skilaboðin svohljóðandi: Lífið er sjaldnast dans á rósum—en það er ekki þar með sagt að slíkt hið sama eigi við dauðann.

Hér fyrir neðan er svo platan Psychoplasmics á Spotify.