Pusha T og alt-j leiða saman hesta sína í nýju myndbandi: "In Cold Blood (Twin Shadow Version)

Fréttir

Rúmur mánuður er liðinn frá því að hljómsveitin alt-j flutti endurhljóðblandaða útgáfu af laginu In Cold Blood í bandaríska sjónvarpsþættinum The Late Show. Lagið—sem skartar rapparanum Pusha T—pródúseraði tónlistarmaðurinn Twin Shadow.

Í gær (31. júlí) rataði svo myndband við lagið á Youtube (sjá hér að ofan). Myndbandinu leikstýrði Osean en í tilkynningu sem fylgdi útgáfu lagsins lýsti leikstjórinn hugmyndinni á bak við myndbandið á eftirfarandi veg:

„Pusha T og alt-J hafa tvo mismunandi stíla og með því að blanda þeim saman verður útkoman afar áhugaverð. Í stað þess að stilla Pusha og alt-j upp hlið við hlið, mann við mann, ákvað ég að hugsa þetta öðruvísi, þ.e.a.s. að lýsa sambandi þeirra frekar sem maður og upplifun, eða maður í ókunnugu landi. Í myndbandinu hagar Pusha T sér á sama hátt og í laginu sjálfu: Hann reynir að fóta sig í framandi heimi, reynir að finna sér samastað. Því má segja að í alt-j kafla myndbandsins var ætlunin að fanga upplifun Pusha T í þessum ókunnuga hljóðheimi.“

– Osean

Lagið In Cold Blood (Twin Shadow Version) verður að finna á plötunni Reduxer sem alt-j hyggst gefa út næstkomandi 28. september. Reduxer er svokölluð remix plata sem mun geyma 11 lög. Öll lög plötunnar eru endurhljóðblandaðar útgáfur af lögum af plötunni Relaxer sem kom út í fyrra. 

Nánar: https://consequenceofsound.net...

Hér fyrir neðan er svo remix af laginu Deadcrush sem rapparinn Danny Brown vann í samstarfi við taktsmiðina The Alchemist og Trooko. Einnig geta lesendur hlýtt á upprunalega útgáfu lagsins In Cold Blood.