Ragga Holm og Kilo saman í nýju myndbandi: "Hvað finnst þér um það?"

Íslenskt

Í morgun (10. nóvember) deildi rapparinn Ragga Holm nýju myndbandi með aðdáendum sínum (sjá hér fyrir ofan). 

Lagið ber titilinn Hvað finnst þér um það? og skartar hinum viðfelldna Kilo – en hann bregður hér út af vana sínum og rappar á íslensku. 

Lagið pródúseraði BLKPRTY og var leikstjórn og klipping myndbandsins í höndum Jóhanns Páls Jónssonar.

Síðast gaf Ragga Holm út myndband við lagið Reppa heiminn í samstarfi við Reykjavíkurdætur í lok sumar.