Rappari verður skjaldbaka: fallegt, frumlegt og hjartnæmt myndband

Myndbönd

Í gær (11. apríl) gaf rapparinn Old Man Saxon út myndband við lagið Sunday Saxon en lagið er að finna á EP plötunni The Perils sem kom út í fyrra. Myndbandið er bæði hjartnæmt og súrrealískt; í myndbandinu bregður rapparinn sér í gervi skjaldböku og talar til ungs drengs sem glímir við vandamála heima við (faðir drengsins hefur yfirgefið hann og móðir hans sinnir honum ekki). Skjaldbakan stappar í hann stálinu: „Einn daginn verður þetta allt saman í lagi.“

Í viðtali við Pigeons and Planes útskýrði Saxon tilurð lagsins á þennan veg:

„Faðir minn dó þegar ég var ungur. Ég var ávallt að leita að öðrum fyrirmyndum í lífinu. Stundum óskaði ég þess einfaldlega að einhver, eða eitthvað, myndi segja mér að einn daginn yrði þetta allt saman í lagi. Í huga Anthony (leikstjóri myndbandsins) eru skjaldbökur hægfara, langlífar og alvitrar skepnur og fyrir mér eru þær fullkomið tákn fyrir þetta tóm sem ég upplifði snemma á lífsleiðinni.“

– Old Man Saxon

Nánar: http://pigeonsandplanes.com/di...