Rapparinn Jafaris er írsku rappsenunni til mikilla sóma: "Invisible"

Fréttir

17. apríl síðastliðinn gaf írski rapparinn Jafaris—sem heitir réttu nafni Percy Chamburuka—út myndband við lagið Invisible (sjá hér að ofan). Myndbandinu leikstýrði Nathan Barlow í samstarfi við Stephanie Naughter.

Lagið hefur hlotið góðar viðtökur meðal tónlistarunnenda á netinu og rataði t.d. nýverið á þráðinn Listen to This sem er að finna á vefsíðunni Reddit. Þráðurinn er tileinkaður góðri tónlist sem—einhverra hluta vegna—hefur ekki ratað í almenna spilun (hvað sem það nú þýðir í dag). 

Nánar: https://www.reddit.com/r/listentothis/

Invisible er að finna á plötunni Stride sem Jafaris gaf út í byrjun mars á þessu ári. Platan fékk t.a.m. fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá írska fréttamiðlinum The Irish Times. Í plötudómnum ber blaðamaðurinn Dean Van Nguyen Stride saman við plötuna Coloring Book—sem bandaríski rapparinn Chance the Rapper gaf út árið 2016—en segir þó að Stride sé laus við hinn einfalda prédikunartón Coloring Book„Einlæg lagasmíð Jafaris er uppfull af mannúð.“ 

Nánar: https://www.irishtimes.com/culture/music/jafaris-stride-review-irish-rapper-brings-his-own-spiritual-message-1.3815037


Hér er svo myndband við lagið Time sem Jafaris gaf út í byrjun febrúar.