Rari Boys gefa út nýtt myndband: „Hlaupa Hratt“ ásamt Yung Nigo og Joey Christ

Fréttir

Lagið Hlaupa Hratt er að finna á mixteipinu Atari sem hljómsveitin Rari Boys gaf út fyrr á árinu—en í dag (18. júní) sendi sveitin frá sér myndband við endurhljóðblandaða útgáfu af laginu (sjá hér að ofan). 

Nýja útgáfan skartar erindi frá rapparanum Joey Christ sem bregður fyrir í myndbandinu ásamt Ízleifi og Yung Nigo Drippin. Þá var leikstjórn myndbandsins í höndum Álfheiðar Mörtu en hún hefur einnig leikstýrt myndböndum fyrir Reykjavíkurdætur og Suru.  


Síðast gáfu Rari Boys út myndband við lagið Önnur tilfinning en lagið hefur notið mikilla vinsælda í ár. Hér fyrir neðan má einnig sjá viðtal SKE við Yung Nigo Drippin frá því í maí.