Reykjavíkurdætur senda frá sér nýtt lag

Daughters of Reykjavík með nýjan smell til að byrja helgina

Reykjavíkurdætur hafa „rebrandað“ og eru núna Daughters of Reykjavík og gefa út glænýtt lag sem er bæði á ensku og íslensku - þær hafa átt góðu gengi að fagna á erlendri grundu upp á síðkastið, hafa bókstaflega spilað á öllum festivölum Evrópu og því eðlilegt skref að koma til móts við erlenda aðdáendur sem eiga mögulega erfitt með að bera orðið Reykjavíkurdætur fram og vilja skilja textana, en vilja samt njóta þess að hlusta á smá ylhýra íslensku í bland.

Lagið nefnist Sweets og eins og titillinn bendir til er það bæði sykursætt og seiðandi.