Reykjavíkurdætur gefa út nýtt myndband: Reppa heiminn

Íslenskt

Í gærkvöldi frumsýndu Reykjavíkurdætur í samstarfi við Röggu Holm myndband við lagið Reppa heiminn á Prikinu en í dag (24. ágúst) rataði myndbandið á Youtube.

(UPPFÆRT 25.08.2017: Reykjavíkurdætur neyddust til að fjarlægja myndbandið af Youtube vegna leyfismála en hér fyrir ofan má sjá Dæturnar flytja lagið í beinni í Kronik.)

Bítið pródúseraði BLKPRTY og var leikstjórn myndbandsins í höndum Kolfinnu Nikulásdóttur sem á ekki erindi í laginu í þetta skiptið. Í samtali við Vísi í dag sagðist hún hafa notið þess vel að standa hinum megin við myndavélina:

„Þetta er reyndar fyrsta myndband sem ég leikstýri en ekki það síðasta. Mér fannst mjög gaman að vera þarna megin við myndavélina og leikstjórn er klárlega eitthvað sem ég ætla að leggja fyrir mig.“

– Kolfinna Nikulásdóttir (visir.is)

Þess má geta að Reykjavíkurdætur verða gestir útvarpsþáttarins Kronik á morgun en þátturinn mun framvegis fara í loftið á föstudögum á milli 18:00 og 20:00 (og að sjálfsögðu á X-inu 977).