Run the Jewels óska Stephen Colbert til hamingju með afmælið

Fréttir

Í gær (13. maí) fagnaði Stephen Colbert—umsjónarmaður bandaríska spjallþáttarins The Late Show—afmæli sínu. Í tilefni þess var hljómsveitin Run the Jewels gestur þáttarins kvöldið áður (12. maí) og kynnti Colbert sveitina til leiks undir þeim formerkjum að tvíeykið hugðist syngja afmælissönginn.

Annar gállinn var þó á meðlimum tvíeykisins, eins og svo oft áður, en í stað þess að syngja afmælissönginn röppuðu Run the Jewels einskonar níðtexta og fóru illa með grínistann viðkunnanlega í flutningi sínum (sjá her að ofan).

"Skin all wrinkly /
Muscles all softened /
You don't need a cake /
You need a motherfucking coffin /
—Killer Mike

"'Some white dude died' /
That's from your obit /
And here's how it ends: / '
No one gives a shit.'"
—El-P