Saga Nazari gefur út sitt fyrsta myndband: "Don't Gotta Be Real"

Fréttir

Síðastliðinn 9. ágúst gaf tónlistarkonan Saga Nazari út myndband við lagið Don't Gotta Be Real (sjá hér að ofan) en um ræðir fyrsta myndbandið sem söngkonan gefur út. Lagið pródúseraði taktsmiðurinn Dreyminn og var það Ríkey Konráðsdóttir sem leikstýrði myndbandinu.

Í tilkynningu sem fylgdi útgáfu lagsins á Facebook tjáði Saga aðdáendum sínum að mixteip væri í vændum ásamt „öðrum verkefnum“:

„JÆJA! Þá er fyrsta tónlistarmyndbandið búið að drop-a og því er alveg einstaklega góðu crew-i að þakka: fámennt en góðmennt. Ríkey Konráðs sem leikstýrði, upptökumaðurinn Aðalgeir Vignis og sminka/altmuligkvinde Sigurbjörg Ingvarsdóttir. Hver einasta deiling gerir helling. Mixteip og fleiri verkefni í vændum!“

– Saga Nazari

Áhugasamir geta hlýtt á meira efni frá Sögu Nazari á SoundCloud

Saga Nazari (SoundCloud): https://soundcloud.com/user-38...


Hér er svo viðtal SKE við sögu sem kom út fyrr í sumar:

Nánar: http://ske.is/grein/tokst-aldr...