„Sama hvað þú gerir þá ertu alltaf dæmdur.“—Bergsveinn Ólafsson er gestur SKE Sport

SKE Sport

Nýverið kíkti SKE í Íþróttahús Grafarvogs í því augnamiði að spjalla við Bergsvein Ólafsson—liðsmann fótboltafélagsins Fjölnis—(sjá hér að ofan) en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni SKE Sport þar sem lista- og íþróttafólk svara nokkrum viðeigandi spurningum á meðan á æfingum þeirra stendur.

Ásamt því að spila í Pepsi-deildinni með Fjölni er Bergsveinn einnig mastersnemi í sálfræði og miðlar hann visku sinni í myndbandsformi á Youtube. 

Líkt og fram kemur í viðtalinu fagnar Bergsveinn andófsmönnum sínum:

„Það væri alveg ömurlegt ef það væri enginn þarna úti sem líkaði ekki vel við mann. Því að það er sama hvað þú gerir—hvort sem þú gerir ekki neitt eða gerir eitthvað sem fólki finnst asnalegt—þá verðurðu alltaf dæmdur.“

– Bergsveinn Ólafsson

Hér fyrir neðan eru svo nokkur myndbönd frá vlogginu hans Bergsveins.