SAMA-SEM frumsýnir nýtt myndband á Prikinu á morgun

Viðburðir

Á morgun, fimmtudaginn 10. ágúst, frumsýnir tvíeykið SAMA-SEM myndband við lagið Sólsetrið á Prikinu. Um ræðir fyrsta lagið sem SAMA-SEM gefur út en tvíeykið samanstendur af þeim BNGRBOY og Dadykewl. 

Leikstjórn myndbandsins var í höndum Benedikts Andrasonar og Arons Mola en hinn síðarnefndi sá einnig um klippingu myndbandsins. Upptaka var í höndum Andra Haraldssonar.

Kvöldið hefst klukkan 22:00 og verður frekari dagskrá kynnt á morgun. 

Nánar: https://www.facebook.com/event...

Þess má einnig geta að SAMA-SEM verður gestur útvarpsþáttarins Kronik á X-inu 977 næstkomandi laugardag en einnig kíkja þeir Kilo, JóiPé og Chase í heimsókn.