Sambandsslit fyrir Japansferð—einhleypingur flytur ABBA með Pabba: "Mamma Mia"

Fréttir

Í sumar varð Bandaríkjamaðurinn Austin Weber fyrir því óláni að kærastan hans sleit sambandinu við hann—og þá stuttu fyrir Japansferð sem þau höfðu bókað í sameiningu. 

Weber dó þó ekki ráðalaus og bauð föður sínum með í ferðina. 

Sér til hughreystingar tók hann upp ofangreint myndband þar sem hann flytur lagið Mamma Mia eftir sænsku poppsveitina ABBA en útkoman er vægast sagt stórbrotin. 

Myndbandið hefur vakið mikla athygli á vefsíðu Reddit.

Nánar: https://www.reddit.com/r/video...