Sjóðandi heitur föstudagsþristur

Það er föstudagur, það þýðir nýtt rapp!

Á föstudögum koma allskonar ný rapplög og plötur. Tory Lanez gaf út plötuna Chixtape 5, út kom enn ein ný post-mortem plata frá Lil Peep og DJ Shadow gaf út tvöfaldan hlunk. En við munum fókusa hér á singlana.

Big KRIT - Ballad of the Bass (My Sub V)

Big KRIT hatar ekki bassann og heldur hér áfram epíkinni sinni um bassahljóminn heilaga.

YBN Cordae - Nightmares are Real feat. Pusha T

Rappedírappkrakkinn YBN Cordae fær gamla góða Pusha með sér í þessa dramatísku ballöðu.


A Boogie Wit da Hoodie feat. Lil Uzi Vert - Reply

Það er vissulega ansi grátt veður úti og rigningin dynur á þakinu hérna í höfuðstöðvum Ske og kannski er það ástæðan fyrir því að er smá grámi yfir þristinum í dag. Boogie og Uzi eru ekki beint hressir hérna enda þurfum við ekkert alltaf að vera hress. Verum góð við hvort annað og fylgjumst vel með vinum okkar, það er sést ekki alltaf utan frá hvað er í gangi í sálinni hjá fólki.