Sjáðu nýja stiklu fyrir Kronik LIVE: Aron Can, Úlfur Úlfur o.fl.

Viðburðir

Næstkomandi 7. júlí verður sannkölluð rappveisla í Laugardalshöllinni undir yfirskriftinni Kronik LIVE en fram koma Young Thug, Krept & Konan, Alexander Jarl, Alvia, Aron Can, Birnir, Emmsjé Gauti, Herra Hnetusmjör, GKR, Sturla Atlas, Úlfur Úlfur og Gíslí Pálmi ásamt glás af góðum plötusnúðum: DJ B-Ruff, DJ Karítas, DJ Rampage og DJ Egill Spegill.

SKE frumsýnir hér með nýjustu stiklu fyrir tónleikana (sjá hér fyrir ofan) en í myndbandinu getur að líta umrædda íslenska tónlistarmenn í hljóðveri Kronik á X-inu 977. Allir fyrrnefndir rapparar hafa kíkt við og flutt efni í beinni – að undanskildum Gísla Pálma en heyrst hefur að hann verði gestur þáttarins von bráðar. 

Miðasala fyrir tónleikana er í fullum gangi á www.tix.is.

Nánar: https://tix.is/is/event/3631/k...