Sjáðu sérstaka Secret Solstice upphitun í Kronik (myndband)

Solstice


Síðastliðið laugardagskvöld (10. júní) kíktu aðstandendur Secret Solstice við í útvarpsþáttinn Kronik á X-inu 977 (sjá hér fyrir ofan). Hátíðin fer fram 15. til 18. júní í Laugardalnum og hefur dagskráin aldrei verið glæsilegri: Rick Ross, Big Sean, Young M.A., Dave, Roots Manuva, Pharoahe Monch, Anderson .Paak og fleiri stíga á svið um helgina (ásamt Foo Fighters og The Prodigy að sjálfsögðu).

Ræddu þeir Bjarni Jónsson og Róbert Aron (umsjónarmaður þáttarins ásamt Benna B-Ruff) meðal annars hversu spenntir þeir væru fyrir tónleikum Rick Ross á Secret Solstice en rapparinn stígur á svið næstkomandi sunnudag (18. júní) kl. 22:30. 

Spurði Róbert Aron nánar út í „rider-inn“ (listi yfir kröfur listamannsins baksviðs) hans Rick Ross og tjáði Bjarni honum að líkt og fleiri stórir rapparar þá mætti segja að Rick Ross væri haldin ákveðnu ofsóknaræði út í lögregluna og fjandmenn sína. 

Í kjölfarið velti Róbert því svo fyrir sér hvort að þetta væri ekki sérstaklega hentugur staður fyrir óvini Ross til þess að hefna sín á honum en rapparinn hefur í gegnum tíðina átt í illdeilum við 50 Cent, The Game, Birdman og fleiri. 

Miðasala er í gangi á tix.is. 

Nánar: https://tix.is/is/solstice